SALT VATN SKÆRI

Í dag, föstudaginn 27. febrúar, verður þriðja opnun bókverksins og samstarfsins SALT VATN SKÆRI í Listagilinu, Kaupvangsstræti 23. Húsið opnar klukkan 20.00 og verður opið til 23.30. Fluttur verður annar hluti, VATN, og gefst gestum kostur á að vera viðstaddir frumsýningu á nýu verki sem aðeins er sýnt þessa einu helgi. Samstarfið er í raun yfirstandandi 14 vikna gjörningur sem felur í sér að lifa sig í gegnum og að túlka texta nóvellunnar í myndlistarverkum en verkefnið snýr fyrst og fremst að listrænni túlkun og þróun sögunnar.

Að verkefninu standa Freyja Reynisdóttir og Hekla Björt Helgadóttir en þær búa og starfa saman í Listagilinu. Samstarfið hefur hingað til reynst mjög krefjandi og persónulegt viðfangsefni en Freyja og Hekla vinna meðal annars að því að kynnast og komast inn í hugarheim hvor annarar þar sem mörkin milli þeirra eigin hversdagsleika og söguheims bókarinnar eru óskýr. Það er á þessum mörkum sem verk þessara sýninga verða til. Öll samskipti eru hluti af og mynda frumsýnt verk, annan hvern föstudag.