Samspil mynda og tóna

Á þrettándanum, sunnudaginn 6. janúar, kl. 15 mun Petrea Óskarsdóttir leika fimm smáverk fyrir þverflautu sem sérstaklega eru valin út frá jafnmörgum myndverkum Arnar Inga á sýningunni Lífið er LEIK-fimi. Tónskáldin eru frá ólíkum tímum og koma frá ólíkum heimshornum; Johann Sebastian Bach, Kazuo Fukushima, Claude Debussy, Arthur Honegger og Kolbein Bjarnason.