Skapandi greinar - síðustu sýningardagar

Framundan eru síðustu dagar sýningar Urta Islandica, Skapandi greinar, sem samanstendur af myndlist, gjörningum, vöruhönnun, matvælaiðnaði og verslun. Sýningin hefur staðið í Ketilhúsinu síðan 16. ágúst en lýkur næstkomandi sunnudag, 21. september. Opnunartími er kl. 12-17.

Á sýningunni er spjótum beint að ríkjandi stigveldishugsun innan listgreina og því viðhorfi að listirnar séu í eðli sínu hreinar, frjálsar og óháðar markaðnum. Á sama tíma verður þeirri hugmynd andmælt að listirnar séu byrði á samfélaginu, listamenn afætur og að leggja eigi niður opinbera styrki á þessu sviði. Viðburðurinn er hugsaður sem samræðugrundvöllur og vettvangur fyrir nýja hugmyndafræði þar sem siðfræði, samfélagsábyrgð og sjálfbærni gegna lykilhlutverki.

Sýningarstjóri er Þóra Þórisdóttir myndlistar- og athafnakona. Aðgangur ókeypis.