Sköpun bernskunnar: barnanámskeið

Listasafnið á Akureyri mun halda barnanámskeið í tengslum við sýninguna Sköpun bernskunnar dagana 9. til 12. júní næstkomandi undir yfirskriftinni Skynjun, hreyfing, teikning.
Um er að ræða skemmtilegt og skapandi fjögurra daga námskeið þar sem áhersla er lögð á hvern einstakling og frjálsa tjáningu með virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum. Farið verður m.a. í liti regnbogans og hvernig þeir skína hver fyrir sig en saman mynda þeir heild.
Unnið verður með allan líkamann í skynjun, hreyfingu og teikningu.
Þriðji dagurinn af námskeiðinu fer fram utandyra, ef veður leyfir, og þá er mikilvægt að börnin séu klædd eftir veðri. Úrval af verkum barnanna verður sýnt á sýningunni Sköpun bernskunnar á næsta ári.

Verið hjartanlega velkomin.

Námskeiðin fara að miklu leyti fram í Ketilhúsinu sem staðsett er í Listagilinu 9. - 12. júní 2015.

Aldur: 6-12 ára

Fyrir hádegi: kl. 9.15-12.15 (börn 6-9 ára)

Eftir hádegi:  kl. 12.45-15.45 (börn 10-12 ára)

Hámarksfjöldi í hóp: 12 börn

Verð: 9.500 kr, 20% systkinaafsláttur

Leiðbeinendur: Myndlistarmennirnir Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir og Erwin van der Werve.

 Skráning: palina@listak.is

 Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir útskrifaðist frá myndlistardeild
Listaháskóla Íslands árið 2004 og hefur sýnt og starfað víða um
heiminn. Hún tók m.a. þátt í lifandi gjörningi með Sasha Waltz og
fjölþjóðlegum hópi dansara og tónlistarmanna í Berlin Dialogues 04.
Þóra bjó um tíma í Hollandi og tók þar reglulega þátt í Body Weather
Amsterdam
námskeiðum hjá Katerina Bakatsaki og Frank van de Ven auk
þess sem hún skipulagði og tók þátt í Body Landscape námskeiðum með
Frank van de Ven og samstarfsaðilum hans; Milos Sejn (listamaður og
prófessor í Listaháskólanum í Prag) og Dr. Peter Snow (forstjóri
leiklistardeildar við Monash háskóla í Ástralíu).
List Þóru snýst um tengsl manns og náttúru og eru í formi gjörninga,
video, ljósmynda og innsetninga.

Erwin van der Werve útskrifaðist frá myndlistardeild listaháskólans
Willem de Kooning í Rotterdam 2002 og er einnig með mastersgráðu í
viðskiptafræði frá Erasmus háskólanum þar.
Erwin vinnur með teikningar og innsetningar og hefur sýnt og starfað
víða um heim. Verk hans eru tengd náttúru og rými.
Þóra og Erwin bjuggu í 5 ár í Noregi þar sem þau settu upp og ráku
listamiðstöðina Hardanger Kunstsenter og skipulögðu fjölbreytt
listaverkefni og hátíðir. Þar á meðal var ferðaverkefnið Parousia. Þar
buðu þau listamönnum úr ýmsum greinum að búa með sér og vinna út frá
umhverfinu á nýjum og nýjum stað í mongólíutjaldi, Ger, sem þau
smíðuðu sjálf.