Stofnfundur Vina Listasafnsins

Miðvikudaginn 8. febrúar kl. 17-18 verður stofnfundur félagssamtakanna Vinir Listasafnsins á Akureyri haldinn í Listasafninu, Ketilhúsi. Á fundinum geta áhugasamir velt fyrir sér hlutverki og tilgangi slíkra samtaka og rætt hugmyndir sín á milli. Stefnt er á að meðlimir geti komið með hugmyndir að fyrirlestrum, málþingum og annarri dagskrá auk þess að geta aðstoðað við sérstaka viðburði á vegum safnsins.

Dagskrá fundarins:

  • Rósa Kristín Júlíusdóttir segir frá sambærilegri starfsemi Listasafna á Norðurlöndunum, Ítalíu og í Bandaríkjunum.
  • Hlynur Hallsson, safnstjóri, segir frá starfsemi Listasafnsins, fyrirhuguðum framkvæmdum og framtíðarmöguleikum.
  • Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, verður með stutta leiðsögn um sýningar á verkum Nínu Tryggvadóttur og Georgs Óskars og segir jafnframt frá fræðslustarfinu.
  • Umræður og hugmyndavinna.

Aðild að Vinum Listasafnsins mun kosta 2.500 kr. árlega en 2.000 kr. fyrir 18 ára og yngri, 67 ára og eldri og námsmenn. Aðild felur jafnframt í sér:

  • Árskort í Listasafnið á Akureyri
  • Gjöf frá Listasafninu
  • Frían aðgang að Hönnunarsafni Íslands og Gljúfrasteini, húsi Halldórs Laxness
  • Afslátt af sýningarskrám og af vörum í fyrirhugaðri safnbúð
  • Sérstakar leiðsagnir um sýningar og kynning á dagskrá og viðburðum á vegum safnsins.

Allir áhugasamir hvattir til þess að mæta.