Þriðjudagsfyrirlestrarnir hefjast að nýju 23. janúar

Þriðjudagsfyrirlestrarnir hefjast að nýju 23. janúar
Jón Proppé, listheimspekingur.

Jón Proppé, listheimspekingur, heldur fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur ársins þann 23. janúar næstkomandi í Listasafninu, Ketilhúsi, en þar mun hann fjalla um Louisu Matthíasdóttur. Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Myndlistaskólans á Akureyri, Gilfélagsins, Verkmenntaskólans á Akureyri, Myndlistafélagsins og Háskólans á Akureyri.

Á meðal annarra fyrirlesara vetrarins eru Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri, Andy Paul Hill, lektor í lögreglufræði, Alanna Jay Lawley, myndlistarkona, Dagrún Matthíasdóttir, myndlistarkona, Elísabet Gunnarsdóttir, safnstjóri Listasafns ASÍ, Finnur Friðriksson, dósent í íslensku, Herdís Björk Þórðardóttir, hönnuður og Jeannette Castioni, myndlistarkona, og Ólafur Guðmundsson, leikari.

Dagskrá vetrarins má sjá hér að neðan:

23. janúar Jón Proppé, listheimspekingur
30. janúar Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri
6. febrúar Andy Paul Hill, lektor í lögreglufræði
13. febrúar Alanna Jay Lawley, myndlistarkona
20. febrúar Dagrún Matthíasdóttir, myndlistarkona
27. febrúar Elísabet Gunnarsdóttir, safnstjóri Listasafns ASÍ
6. mars Finnur Friðriksson, dósent í íslensku
13. mars Herdís Björk Þórðardóttir, hönnuður
20. mars Jeannette Castioni, myndlistarkona, og Ólafur Guðmundsson, leikari.