Þriðjudagsfyrirlestur: Jóhannes G. Þorsteinsson

Þriðjudagsfyrirlestur: Jóhannes G. Þorsteinsson
Jóhannes G. Þorsteinsson.

Þriðjudaginn 23. október kl. 17 heldur Jóhannes G. Þorsteinsson, tölvuleikja- og hljóðhönnuður, Þriðjudagsfyrirlestur undir yfirskriftinni Tölvuleikir sem listform. Þar mun hann skoða stöðuna á tölvuleikjagerð á Íslandi og hvaða leiðir eru til staðar til að stíga sín fyrstu skref í tölvuleikjasmíði. Aðgangur er ókeypis. 

Jóhannes G. Þorsteinsson er sjálfstætt starfandi tölvuleikja- og hljóðhönnuður. Hann er stúdent af myndlistakjörsviði Verkmenntaskólans á Akureyri 2009 og með BA gráðu í Media Arts, Aesthetics and Narration frá Háskólanum í Skövde 2015.

Þriðjudagsfyrirlestrarnir eru samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, VMA, Gilfélagsins og Myndlistarfélagsins.