Þriðjudagsfyrirlestur: Jón Proppé

Þriðjudagsfyrirlestur: Jón Proppé
Jón Proppé.

Þriðjudaginn 23. janúar heldur Jón Proppé, listheimspekingur, fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur ársins undir yfirskriftinni Heimakæri heimsborgarinn: Um feril og verk Louisu Matthíasdóttur. 

Í fyrirlestrinum mun Jón rekja ævi og feril Louisu, fjalla um listræna sýn hennar og þróunina í verkunum. Jón sá um sýningarstjórn á yfirlitssýningu á verkum Louisu á Kjarvalsstöðum sumarið 2017. Hann hefur einnig verið sýningarstjóri á sýningum á verkum Louisu í Hafnarborg, Berlín og Kaupmannahöfn. 

Þetta er fyrsti Þriðjudagsfyrirlestur ársins og sem fyrr fara þeir fram í Listasafninu, Ketilhúsi á hverjum þriðjudegi kl. 17. Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Gilfélagsins, Verkmenntaskólans á Akureyri, Myndlistafélagsins og Háskólans á Akureyri. 

Á meðal annarra fyrirlesara vetrarins eru Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri, Andy Paul Hill, lektor í lögreglufræði, Alanna Jay Lawley, myndlistarkona, Dagrún Matthíasdóttir, myndlistarkona, Elísabet Gunnarsdóttir, safnstjóri Listasafns ASÍ, Finnur Friðriksson, dósent í íslensku, Herdís Björk Þórðardóttir, hönnuður og Jeannette Castioni, myndlistarkona, og Ólafur Guðmundsson, leikari. 

Dagskrá vetrarins: 

23. janúar Jón Proppé, listheimspekingur
30. janúar Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri
6. febrúar Andy Paul Hill, lektor í lögreglufræði
13. febrúar Alanna Jay Lawley, myndlistarkona
20. febrúar Rösk, listahópur
27. febrúar Elísabet Gunnarsdóttir, safnstjóri Listasafns ASÍ
6. mars Finnur Friðriksson, dósent í íslensku
13. mars Herdís Björk Þórðardóttir, hönnuður
20. mars Jeannette Castioni, myndlistarkona, og Ólafur Guðmundsson, leikari.