Þriðjudagsfyrirlestur: Marco Paoluzzo

Þriðjudagsfyrirlestur: Marco Paoluzzo
Marco Paoluzzo.

Þriðjudaginn 11. febrúar kl. 17-17.40 heldur Marco Paoluzzo, ljósmyndari, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Ljósmyndun í 50 ár. Þar mun hann tala um rúmlega 50 ára feril sinn í ljósmyndum og varpa ljósi á áhrifavalda. Einnig mun hann fjalla um útgefnar bækur sínar sem og þær sem enn eru óútgefnar. 

Paoluzzo hóf ljósmyndun 1968. Í byrjun sem áhugamaður en sem fagmaður frá 1980, eftir nám í ljósmyndaskóla í Vevey í Sviss. Myndir hans eru flestar frá ferðalögum og af landslagi. Paoluzzo notar ekki stafræna tækni og myndar enn á svart-hvítar ljósmyndafilmur. 

Þriðjudagsfyrirlestrarnir eru samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Gilfélagsins, Verkmenntaskólans á Akureyri, Myndlistarfélagsins og Háskólans á Akureyri. Á meðal annarra fyrirlesara vetrarins eru Snorri Ásmundsson, listamaður, Ragnheiður Eríksdóttir, tónlistarkona, Kristín Dýrfjörð, dósent við Háskólann á Akureyri, og Kenny Nguyen, myndlistarmaður.