Þriðjudagsfyrirlestur: Nathalie Lavoie

Þriðjudagsfyrirlestur: Nathalie Lavoie
Nathalie Lavoie.

Þriðjudaginn 6. nóvember, kl. 17 heldur myndlistarkonan Nathalie Lavoie Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Skýli / Shelter. Í fyrirlestrinum mun hún ræða hugmyndir um neyðarviðbrögð og nota samlíkingu við neyðarskýli, s.s. eins og þau sem þekkt eru á Íslandi. Listakonan og samstarfsfólk hennar mun deila frásögn af því hvernig er að lifa af veturinn í Norður Kanada. Yfirstandandi dvalar-rannsókn þeirra á eðli vár/hættuástands er innblásin af slíkum frásögnum, umfangi þeirra og lengd sem og krafmiklum viðbrögðum samfélagsins. 

Natalie Lavoie er myndlistarkona sem búsett er í Fort Simpson; litlu afskekktu samfélagi í nyrsta fylki Kanada. Hún hefur með búsetu sinni á norðurslóðum þróað afar sérstakan stíl, þar sem hún nýtir sér hinn langa vetur. 

Næstu Þriðjudagsfyrirlestrar eru:
13. nóvember  Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur
20. nóvember Ine Lamers, myndlistarkona. 

Þriðjudagsfyrirlestrarnir eru samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, VMA, Gilfélagsins og Myndlistarfélagsins.
Aðgangur er ókeypis.