Þriðjudagsfyrirlestur: Susan Singer

Þriðjudagsfyrirlestur: Susan Singer
Susan Singer.

Þriðjudaginn 14. mars kl. 17-17.40 heldur bandaríska myndlistarkonan Susan Singer Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni The Seasons of Iceland. Þar mun hún sýna dæmi um pastel málverk sem hún hefur unnið á Íslandi á mismunandi árstíðum. Aðgangur er ókeypis. 

Áður en Singer kom fyrst til Íslands árið 2015 hafði hún eingöngu fengist við að mála mannslíkamann. Fegurð íslenskrar náttúru hafði þau áhrif að nú einbeitir hún sér eingöngu að landslagsmyndum frá Íslandi. Vorið 2016 dvaldi hún á landinu í 40 daga og er hér nú stödd til að upplifa íslenskan vetur.

Singer er búsett í Richmond í Virginíufylki í Bandaríkjunum þar sem hún vinnur sem listamaður og kennir einnig á fjölbreyttum námskeiðum, s.s. í teikningu, pastelmálun, gerð sjónrænna dagbóka og munsturteikningu. 

Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Myndlistaskólans á Akureyri, Gilfélagsins, Menntaskólans á Akureyri, Myndlistafélagsins og Háskólans á Akureyri. Þetta er næst síðasti Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins, en þann síðasta heldur Ingibjörg Sigurðardóttir, bókmenntafræðingur næstkomandi þriðjudag 21. mars.