Vetrarlokun – opnað aftur með tveimur sýningum 10. janúar

Vetrarlokun stendur nú yfir á Listasafninu þar sem starfsmenn sinna árlegu viðhaldi og öðru tilheyrandi. Fyrsta opnun ársins 2015 verður laugardaginn 10. janúar kl. 15 þegar tvær sýningar opna í Listasafninu. Í mið- og austursal safnsins verður yfirlitssýning á verkum Elísabetar Sigríðar Geirmundsdóttur, Listakonan í fjörunni, en í vestursalnum sýnir Habby Osk undir yfirskriftinni (Ó)stöðuleiki. Síðarnefnda sýningin er hluti af sýningaröð sem mun standa til 8. mars og inniheldur 8 vikulangar sýningar. Aðrir sýnendur eru Brenton Alexander Smith, Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Kristján Pétur Sigurðsson, Þóra Karlsdóttir, Joris Rademaker, Lárus H. List og Arnar Ómarsson.