Afrakstur Látum vaða! má nú sjá í fræðslurýminu

Afrakstur seinni listsmiðjunnar í verkefninu Látum vaða!, sem fór fram í Listasafninu 30. september síðastliðinn, er nú til sýnis í safnfræðslurýminu. Smiðjan tengist sýningunni Einfaldlega einlægt þar sem sýnd eru málverk listakonunnar Katrínar Jósepsdóttur, sem oftast var kölluð Kata saumakona. Málverk Kötu eru einlæg og gefa sig ekki út fyrir að vera neitt annað en þau eru. Listakonan „lét vaða“ á eigin forsendum og verkin eru því mikilvæg hvatning fyrir bæði börn og fullorðna. Allir geta skapað og útkoman getur komið á óvart. 

Í smiðjunni fengu fjölskyldur tækifæri til að vinna saman undir leiðsögn myndlistarmannsins Egils Loga Jónassonar. Þátttakendur sköpuðu sín eigin verk út frá tveimur ólíkum póstkortum sem þau máluðu saman í eina mynd. Að því loknu var myndin sett í ramma sem þátttakendur skreyttu sjálfir. 

Þátttakendur voru: Sigríður Ingólfsdóttir, Anna Sigríður Alexandersdóttir, Agla María Jósepsdóttir, Ingibjörg Urður Ögludóttir Dowling, Ásta Rut Berg Björnsdóttir, Sölvi Mar Snorrason, Kolbrún Gígja Einarsdóttir, Róbert Aron Gunnlaugsson, Júlíana Pollý Rós Gunnarsdóttir, Birta María Vilhjálmsdóttir, Egill Bjarnason og Valur Egilsson. 

Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands Eystra. Verkefnastjóri er Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi.