Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn

Sunnudaginn 26. febrúar kl. 11-12 verður boðið upp á fjölskylduleiðsögn í Listasafninu. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá sýningu Ragnars Kjartanssonar, The Visitors, og samsýningunni Nýtt og splunkunýtt og fjallar um einstaka verk. 

Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum sýninganna. Aðgangur er ókeypis í boði Norðurorku sem styrkir fræðslustarf Listasafnsins.