Fyrsti Þriðjudagsfyrirlestur ársins: Jónína Björg Helgadóttir

Fyrsti Þriðjudagsfyrirlestur ársins: Jónína Björg Helgadóttir
Jónína Björg Helgadóttir.

Þriðjudaginn 1. febrúar kl. 17-17.40 heldur Jónína Björg Helgadóttir, myndlistarmaður, fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur ársins undir yfirskriftinni Tveir pólar. Þar mun hún fjalla um feril sinn í myndlistinni, einræna íhugun á vinnustofunni og hraða samvinnu ólíkra listamanna. 

Jónína Björg útskrifaðist úr fornámi Myndlistaskólans á Akureyri 2010 og af fagurlistadeild skólans 2015. Hún var einn stofnenda Kaktuss listarýmis og einn stjórnenda listaverkefnisins RÓT. Hún hefur haldið sex einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga á Íslandi og erlendis.

Enginn aðgangseyrir er á fyrirlesturinn sem er samstarfsverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Menntaskólans á Akureyri og Gilfélagsins. Aðrir fyrirlesarar vetrarins eru: Melanie Clemmons myndlistarkona, Ingunn Elísabet Hreinsdóttir danskennari, Rósa Kristín Júlíusdóttir myndlistarkona, Margrét Katrín Guttormsdóttir vöruhönnuður, Tricycle Trauma - Jasmin Dasović og Ivana Pedljo gjörningalistamenn, Vala Fannell leikstjóri og Aaron Michell myndlistarmaður.