Hverfandi landslag framlengd

Samsýning íslenskra og finnskra textíllistamanna, Hverfandi landslag, hefur nú verið framlengd til og með sunnudagsins 27. september. Viðfangsefni sýningarinnar er áhrif og afleiðingar loftslagsbreytinga. Landslag hverfur, landslag breytist og landslag tekur á sig nýja mynd. Náttúran hefur þegar breyst og enginn veit hvað bíður komandi kynslóða í þessum efnum.

Samvinna listamannanna hófst 2017 með sýningunni Northern Landscape í Jämsa, Finnlandi, sem haldin var í tilefni af 100 ára sjálfstæði landsins. 

Þátttakendur: Anna Þóra Karlsdóttir, Gerður Guðmundsdóttir, Hanna Pétursdóttir, Heidi Strand, Olga Bergljót Þorleifsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Sigríður Elfa Sigurðardóttir, Aaltio Leena, Anne-Mari Ohra-aho, Eeva Piesala, Elina Saari, Kikka Jelisejeff, Leena Sipilä, Mari Hämäläinen, Mari Jalava, Marika Halme, Marjo Ritamäki, Rea Pelto-Uotila, Rutsuko Sakata, Sirpa Mäntylä, Tiina Mikkelä og Tupu Mentu. Sýningarstjóri: Anna Gunnarsdóttir.

Hér að neðan má lesa umfjöllun um sýninguna í erlendum tímaritum:

Felt Makers
filzfun
filzfun, framhald