Listasafnið þátttakandi í Frönsku kvikmyndahátíðinni

Listasafnið þátttakandi í Frönsku kvikmyndahátíðinni
Les Invisibles.

Franska kvikmyndahátíðin á Akureyri hófst í síðustu viku. Listasafnið tekur þátt og býður upp á lokamynd hátíðarinnar, heimildamyndina Les Invisibles frá 2012 í leikstjórn Sébastien Lifshitz, sunnudaginn 19. febrúar kl. 15. Ókeypis aðgangur og engin skráning. Enskur texti. Lengd: 115 mínútur. Léttar veitingar.

Ellefu karlar og konur sem ólust upp í Frakklandi á millistríðsárunum og eiga ekkert sameiginlegt annað en að vera samkynhneigð, segja frá reynslu sinni af forpokuðu samfélagi sem í rauninni hafnaði tilvist þeirra. Reynsla fólksins afhjúpar þau ljón sem urðu í veginum þegar það reyndi að lifa sínu eðlilega lífi. Sébastien Lifshitz, leikstjóri Presque Rien og Wild Side, opnar áhorfandanum sýn á líf samkynhneigðra á árum áður. Ástúðleg og hreinskilin frásögn. The Invisibles hlaut César verðlaunin fyrir bestu heimildamynd 2013.

Franska kvikmyndahátíðin er haldin í samstarfi við Bíó Paradís og skipulögð af sendiráði Frakklands á Íslandi, Alliance Francaise de Reykjavík, Institut Francais, Sambíóunum Akureyri og Akureyrarbæ.