Listsmiðja: Fuglinn sem gat ekki flogið

Laugardaginn 30. október kl. 11-12 verður boðið upp á listsmiðju fyrir börn og fullorðna í Listasafninu á Akureyri. Smiðjan er haldin í samstarfi við Listasafn ASÍ í tengslum við útkomu bókar Gísla Pálssonar um örlög geirfuglsins, Fuglinn sem gat ekki flogið. Umsjón hefur Jonna – Jónborg Sigurðardóttir, myndlistarmaður. Enginn aðgangseyrir er að smiðjunni sem er styrkt af SSNE.