Opin gestavinnustofa: Seung hee Lee

Opin gestavinnustofa: Seung hee Lee
Seung hee Lee.

Föstudaginn 26. febrúar kl. 15-18 verður gestavinnustofa Listasafnsins opin, en þar hefur Suður-Kóreski myndlistarmaðurinn Seung hee Lee dvalið undanfarin mánuð. Gengið er inn úr porti bakvið Listasafnið.

Lee stundaði nám í listum, arkitektúr og menningarfræðum í London, en einbeitir sér nú að sjónlistum. Á meðan á dvöl hennar hefur staðið í gestavinnustofunni hefur hún unnið með nýja og listræna nálgun í kortlagningum og mun sýna afrakstur sinn þar sem Ísland og Akureyri eru höfð að leiðarljósi. Út frá kenningum Heidegger er lagt til að kort af t.d. borg sýni ekki einungis byggingar og götur heldur einnig upplifanir og tilfinningar (e. sensing map) og hefur Lee unnið í verkefnum þar sem slík kort eru gerð af mismunandi stórborgum víða um heim.