Súpufundur á Ketilkaffi

Mánaðarlegur hádegisfundur um menningarstarfsemina í Listagilinu verður haldinn þriðjudaginn 1. mars kl. 12-13 á Ketilkaffi í Listasafninu. Engin formleg dagskrá verður haldin, en áhugasömum gefst tækifæri á að ræða hugmyndir sínar um menningarstarfsemi Listagilsins og Akureyrarbæjar.

Ragnhildur Zoëga, verkefnisstjóri hjá Rannís, verður á fundinum og veitir ráðgjöf varðandi styrki. Hún hefur umsjón með innlendum menningarsjóðum sem Rannís þjónustar, sem eru Listamannalaun, Tónlistarsjóður, Hljóðritasjóður, Sviðslistasjóður, Barnamenningarsjóður og Bókasafnasjóður. Hún er jafnframt verkefnisstjóri menningarhluta Creative Europe áætlunarinnar og tengiliður menningarhluta Uppbyggingarsjóðs EES. Ragnhildur leiðir menningarteymi mennta- og menningarsviðs Rannís. Allir velkomnir.