Sýning á rafrænum smiðjum

Afrakstur fyrri listsmiðju verkefnisins Sköpun utan línulegrar dagskrár er nú til sýnis í Listasafninu á Akureyri.
Verkefnið felst í að bjóða fjölskyldum að taka þátt í rafrænni listsmiðju þar sem börn fá tækifæri til að skapa sitt eigið listaverk í samvinnu við sína nánustu. Að þessu sinni var það Vilhjálmur B. Bragason, leikari og tónlistarmaður, sem kenndi þátttakendum að semja og myndskreyta sögur. Sýningin stendur til 13. nóvember 2022.

Verkefnið er styrkt af SSNE.