Sýning í tilefni Barnamenningarhátíðar

Sýning í tilefni Barnamenningarhátíðar
Jónína Björg og þátttakendur sýningarinnar.

Í byrjun mars var þriggja og fjögurra ára börnum í Z-hópi Bláa- og Rauðakjarna á leikskólanum Hólmasól boðið að koma í listsmiðju í Listasafninu og vinna verk undir handleiðslu Jónínu Bjargar Helgadóttur, myndlistarkonu. Unnið var með hugmyndir um vötn og það sem í þeim býr. Afraksturinn má sjá á sýningu sem opnuð var í dag í fræðslurými Listasafnsins. Sýningin stendur til 30. apríl næstkomandi. 

Þátttakendur: 
Elvar Darri Arason,
Haraldur Valgarðsson,
Halldór Hugi Gunnarsson,
Hákon Herner Unnarson,
Logi Ívarsson,
Pétur Óli Zachrison Símonarson,
Ýmir Rafn Ingvarsson. 

Arkíta Lív Rúnarsdóttir,
Embla Guðrún Ólafsdóttir,
Freyja Gunnarsdóttir,
Hrafnhildur Sara Hallgrímsdóttir,
Júlía Sól Garðarsdóttir,
Margrét Heiða Orradóttir Blöndal,
Þórey Rós Smiley Ingvarsdóttir. 

Verkefnastjóri: Heiða Björk Vilhjálmsdóttir.
Samstarfsaðilar: Jónína Björg Helgadóttir, Leikskólinn Hólmasól, Agla María Jósepsdóttir og Kinga Reimus.
Verkefnið er styrkt af Barnamenningarsjóði Akureyrarbæjar.

Barnamenningarhátíð á Akureyri hefst á laugardaginn með fjölda viðburða og stendur út allan aprílmánuð. Skráning í listasmiðjur er í fullum gangi og margar hverjar að fyllast. Viðburðadagatal hátíðarinnar er að finna á barnamenning.is.

Hægt verður að fylgjast með uppákomum á Barnamenningarhátíð á samfélagsmiðlum Akureyrarbæjar á Facebook og Instagram. Einnig er mælt með að gestir hátíðarinnar noti myllumerkið #barnamenningak.