Þriðjudagsfyrirlestur: Aaron Mitchell

Þriðjudagsfyrirlestur: Aaron Mitchell
Aaron Mitchell.

Þriðjudaginn 22. mars kl. 17-17.40 heldur kanadíski myndlistarmaðurinn, Aaron Mitchell, Þriðjudagsfyrirlestur undir yfirskriftinni The Modern Mythology Project. Enginn aðgangseyrir er á fyrirlesturinn sem fer fram á ensku.

Öll höfum við sögu að segja; sameiginlega, menningarlega, þvert á menningar og sem einstaklingar. Listamaðurinn og kennsluhönnuðurinn Aaron Mitchell heldur fyrirlestur um samstarfsverkefni sín á sviði lista og menningar og segir frá nýjum aðferðum í rannsóknum og hönnun sem tengjast listkennslu. Yfirskrift fyrirlestursins vísar í sögur kynslóðanna. Helgisiðir sem deilt er manna á milli þar sem náttúran er miðpunkturinn. Ein menning rennur saman við aðra.

Aaron Mitchell er listamaður, hönnuður og leiðbeinandi á efri stigum menntunar við OACD háskólann í Toronto í Kanada og Háskólann á Akureyri. Hann lauk grunnnámi við OCAD háskólann og meistaragráðu í listkennslu frá Listaháskóli Íslands. Auk þess er hann handhafi diplóma frá Harvard Graduate School of Education - Project Zero, Leaders of Learning and Education Redesign: Building 21st Century Systems of Development in Education.

Fyrirlestraröðin er samstarfsverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Menntaskólans á Akureyri og Gilfélagsins. Síðasta fyrirlestur vetrarins heldur Margrét Katrín Guttormsdóttir, vöruhönnuður og verkefnastjóri TextíLabsins hjá Textílmiðstöð Íslands, þriðjudaginn 29. mars.