Þriðjudagsfyrirlestur: Dísa Thors

Þriðjudagsfyrirlestur: Dísa Thors
Dísa Thors.

Þriðjudaginn 3. október kl. 17-17.40 heldur Dísa Thors, húðflúrari og teiknari, fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur haustsins undir yfirskriftinni Húðflúrun. Þar mun hún fjalla um húðflúrun í máli og myndum og tala m.a. um uppruna húðflúrunnar og mismundandi stíla og aðferðir.  

Dísa Thors útskrifaðist af listnámsbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti 2016 þar sem hún lærði m.a. hönnun, teiknun, tví- og þrívíddar teikningar og litafræði. Hún hefur unnið að vöruhönnun og myndskreytingum bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Dísa hefur verið starfandi húðflúrari í fullu starfi síðan 2022 og flúrað yfir 300 húðflúr.

Enginn aðgangseyrir er á fyrirlesturinn sem er samstarfsverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri og Gilfélagsins. Aðrir fyrirlesarar haustsins eru Elena Mazzi, myndlistarkona, Zoe Chronis, myndlistarkona, Magnús Helgason, myndlistarmaður, Kristín Elva Rögnvaldsdóttir, myndlistarkona, Heather Sincavage, gjörningalistakona og Rainer Fischer, myndlistarmaður.