Þriðjudagsfyrirlestur: Ivana Pedljo og Jasmin Dasović

Þriðjudagsfyrirlestur: Ivana Pedljo og Jasmin Dasović
Ivana Pedljo og Jasmin Dasović.

Þriðjudaginn 8. mars kl. 17-17.40 halda króatísku myndlistarmennirnir Ivana Pedljo og Jasmin Dasović Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Developing New Contemporary Circus Practices in Croatia. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er enginn aðgangseyrir. Þar munu þau ræða um menningarsenuna í Króatíu með áherslu á samtímasirkus og skyld listform. Einnig ræða þau verk, vinnuaðferðir og nálganir í tengslum við staðbundnar þarfir og samhengi.  

Ivana Pedljo skapar og fremur gjörninga með gjörningahópnum Tricycle Trauma frá Zagreb, sem hún stofnaði ásamt félögum sínum. Hún hefur lokið mastersgráðu í bæði félagsfræði og heimspeki. Jasmin Dasović fæst aðallega við hljóð- og ljósahönnun, enda menntaður í því fagi. Hann er einnig tæknilegur framkvæmdastjóri menningarhússins Mochvara í Zagreb og tæknimaður fyrir Tricycle Trauma. Auk þess fæst hann við við djöggl, jafnvægislistir og leikstjórn. 

Fyrirlestraröðin er samstarfsverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Menntaskólans á Akureyri og Gilfélagsins. Aðrir fyrirlesarar vetrarins eru: Vala Fannell, leikstjóri, Aaron Mitchell, myndlistarmaður, og Margrét Katrín Guttormsdóttir, vöruhönnuður og verkefnastjóri TextíLabsins hjá Textílmiðstöð Íslands.