Þriðjudagsfyrirlestur: Kate Bae

Þriðjudagsfyrirlestur: Kate Bae
Kate Bae.

Þriðjudaginn 12. mars kl. 17-17.40 heldur Kate Bea, myndlistarkona, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Artist Talk. Þar mun hún fjalla um myndmál málverksins, listsköpun sína á Íslandi og nýjar tilraunir með pappír. 

Kate Bea er uppalin í Kóreu en býr nú í New Jersey og New York í Bandaríkjunum. Nálgun hennar í listinni beinist að margskonar sjálfsmyndum, minningum, taugaveiklun og sálfræðilegum mörkum. Hún er með MFA gráðu frá Rhode Island School of Design og BFA gráðu frá School of the Art Institute of Chicago. Bea hefur sýnt verk sín víða og  hlotið ýmis verðlaun s.s. Creative Capital Professional Development Program 2018. Hún hefur einnig dvalið í listamannrýmum víða um heim og er þetta í annað sinn sem hún dvelur á Íslandi. Einkasýning á verkum hennar verður haldin í Sunroom Project Space í Wave Hill, Bronx, NY, 2019.

Þriðjudagsfyrirlestrarnir eru samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, VMA, Gilfélagsins og Myndlistarfélagsins. Næsta fyrirlestur heldur Vigdís Jónsdóttir, listfræðingur, og er hann jafnframt síðasti fyrirlestur vetrarins.