Tólf tóna kortérið: Miðaldagrúsk og selló

Tólf tóna kortérið: Miðaldagrúsk og selló
Mathias Spoerry og Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir

Laugardaginn 15. apríl kl. 15.00-15.15 og kl. 16.00-16.15 verður Tólf tóna kortérið á dagskrá í Listasafninu. Þá munu þau Mathias Spoerry, söngvari og miðaldagrúskari, og Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir, sellóleikari, frumflytja tvö ný verk: Prologue fyrir selló eftir Wes Stephens, slagverksleikara á Egilsstöðum, og La Vieillesse, militant tónsmíð um ellina eftir flytjendurna sjálfa við texta Simone de Beauvoir. Að auki verða flutt tvö frönsk miðaldatónverk eftir G. de Machaut og Notre Dame skólann. 

Tónleikarnir fara fram í sal 11 og er aðgangur ókeypis. Tólf tóna kortérið er unnið í samstarfi við Tónlistarskólann á Akureyri og hlaut styrk frá Sóknaráætlun Norðurlands eystra og Menningarsjóði Akureyrar.