Björg í bú - vöruhönnun

Opinn fyrirlestur í Verkmenntaskólanum á Akureyri föstudaginn 28. febrúar kl. 14.00 í stofu M01.

Helga Björg Jónasardóttir annar vöruhönnuða Björg í bú heldur fyrirlestur um hönnunarfyrirtækið sem stofnað var  fyrir tæpum 5 árum síðan.

Björg í bú hefur unnið að ýmsum hönnunarverkefnum og með það markmið að nota íslenska framleiðendur og skapa þannig atvinnu með sinni hönnun. Helga Björg talar um vinnuaðferðir og segir frá helstu þróunaverkefnum og vörum sem fyrirtækið hefur hannað og kynnt á markað. Hún segir frá reynslu sinni af starfsumhverfi vöruhönnuða á Íslandi og talar um mikilvægi skapandi starfsgreina. Einnig segir Helga frá því hvaða leið hún valdi í menntun og frá þeim skólum sem hún hefur reynslu af.

Allir velkomnir og er aðgangur ókeypis.