Safnið að innan

Hvernig lítur Listasafnið út þegar verið er að skipta um sýningar? Hvaða verkefni eru á dagskrá þegar sýningu lýkur? Hvernig er skipulagið í listaverkageymslunni? Í tilefni af 30 ára afmæli Listasafnsins býðst gestum að skyggnast á bak við tjöldin og fá svör við þessum og fleiri spurningum. Þeim gefst jafnframt kostur á að hitta listamenn og starfsfólk Listasafnsins, sem er að undirbúa og setja upp sýningar. 

Boðið verður upp á  leiðsögn þar sem fólk getur fræðst um það sem gerist á milli sýninga og í aðdraganda uppsetningar á nýjum sýningum. Á tímabilinu sem um ræðir er verið að setja upp fimm nýjar sýningar í sex sýningarýmum og þar af leiðandi í mörg horn að líta. Gestir geta því upplifað þennan annasama og spennandi tíma í safninu og fá þannig innsýn í þá starfsemi safnsins sem oftast er ekki aðgengileg gestum.

Fimmtudagur 17. ágúst kl. 12
Að hverju þarf að huga þegar skipt er um sýningar? Starfsfólk Listasafnsins gefur gestum innsýn í þá vinnu sem fram fer á milli sýninga.   

Laugardagur 19. ágúst kl. 15
Hvernig er skipulagið í listaverkageymslunni? Safngestir fá að skoða í listaverkageymslur og fræðast um safnkostinn. 

Þriðjudagur 22. ágúst kl. 15
Leiðsögn þar sem listamenn og sýningarstjórar fjalla um undirbúning og uppsetningu sýninganna Hringfarar og Að vera vera.  

Fimmtudagur 24. ágúst kl. 12
Leiðsögn þar sem listamenn og sýningarstjórar segja frá undirbúningi og uppsetningu þriggja sýninga, Afar ósmekklegt, Einfaldlega einlægt og Töfrasproti tréristunnar