Þriðjudagsfyrirlestur: Nandor Angstenberger

Þriðjudagsfyrirlestur: Nandor Angstenberger
Nandor Angstenberger.

Þriðjudaginn 5. október kl. 17-17.40 heldur myndlistarmaðurinn Nandor Angstenberger Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Magic Of Things. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er aðgangur er ókeypis.

Í fyrirlestrinum mun Angstenberger fjalla um feril sinn sem myndlistarmaður og einstaka verk. „Í verkum mínum vinn ég mest með fundna hluti sem einhver hefur týnt, gleymt eða skilið eftir. Þessir hlutir eru með spanskgrænu og eru jafnframt rispaðir, upplitaðir eða afskræmdir og verða þar með verðmætir fyrir mig. Þetta er fagurfræði ófullkomleikans sem skilur sig frá samhverfu, grófleika eða frávikum og einfaldleikans.“

Nandor Angstenberger er fæddur 1970 og stundaði nám í Stuttgart og Hamburg. Hann býr nú og starfar í Berlín í Þýskalandi. 

Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri og Gilfélagsins. Aðrir fyrirlesarar eru: Þórður Sævar Jónsson, skáld, Alma Dís Kristinsdóttir, safnstjóri Listasafns Einars Jónssonar, Rán Flygenring, hönnuður, Kristinn Schram, þjóðfræðingur, Sigbjørn Bratlie, myndlistarmaður.