Fréttasafn

Síðasta sýningarhelgi listsmiðju Villa

Síðasta sýningarhelgi listsmiðju Villa

Framundan er síðasta sýningarhelgi á afrakstri þriðju listsmiðju verkefnisins Sköpun utan línulegrar dagskrár.
Lesa meira
Tólf tóna kortérið á laugardaginn

Tólf tóna kortérið á laugardaginn

Laugardaginn 12. nóvember kl. 15-15.15 og 16-16.15 munu Helena G. Bjarnadóttir, sópran, og Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir, selló, frumflytja nýtt tónverk, Aquaaria og sjö tilbrigði, eftir Daníel Þorsteinsson í Listasafninu. Tónleikarnir fara fram í sal 04 og eru liður í tónleikaröðinni Tólf tóna kortérið sem unnið er í samstarfi við Tónlistarskólann á Akureyri. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Kristinn G. Jóhannsson.

Þriðjudagsfyrirlestur: Kristinn G. Jóhannsson

Þriðjudaginn 8. nóvember kl. 17-17.40 heldur Kristinn G. Jóhannsson, myndlistarmaður, Þriðjudagsfyrirlestur undir yfirskriftinni Önnur ævi af tveimur. Þar mun hann fjalla um sviptingarnar í málverkinu og rekja langan feril sinn í myndlistinni. Sýning Kristins, Málverk, stendur nú yfir í sölum 02-05 í Listasafninu.
Lesa meira
Boreal haldin í þriðja sinn

Boreal haldin í þriðja sinn

Dansmyndahátíðin Boreal verður haldin í þriðja sinn 11.-17. nóvember í Deiglunni og Listasafninu á Akureyri. Hátíðin miðar að eflingu danslista og margmiðlunar með sérstaka áherslu á alþjóðasamstarf.
Lesa meira
Rebekka Kühnis.

Þriðjudagsfyrirlestur: Rebekka Kühnis

Þriðjudaginn 1. nóvember kl. 17-17.40 heldur Rebekka Kühnis, myndlistarkona og kennari, Þriðjudagsfyrirlestur undir yfirskriftinni Lagskipting. Þar mun hún fjalla um myndlistaferil sinn og ástæðu þess að hún endaði á Akureyri að teikna og mála íslenskt landslag. Enginn aðgangseyrir er á fyrirlesturinn.
Lesa meira
Brynhildur Kristinsdóttir.

Fuglasmiðja í Listasafninu

Laugardaginn 5. nóvember kl. 11-14 verður boðið upp á skemmtilega fuglasmiðju í umsjón Brynhildar Kristinsdóttur, myndlistarkonu. Smiðjan er ætluð börnum á aldrinum 8-12 ára og er haldin í tengslum við verkefnið Sköpun utan línulegrar dagskrár. Verkin verða svo sýnd á sérstakri sýningu sem verður opnuð 19. nóvember í Listasafninu.
Lesa meira
Rebekka Kühnis.

Listamannaspjall með Rebekku Kühnis

Laugardaginn 29. október kl. 15 verður boðið upp á listamannaspjall með Rebekku Kühnis um sýningu hennar Innan víðáttunnar. Stjórnandi er Hlynur Hallsson. Aðgöngumiði á Listasafnið jafngildir aðgangi að listamannaspjalli.
Lesa meira
Ásgrímur Jónsson, Landslag, 1948-1950.

Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn

Sunnudaginn 30. október kl. 11-12 verður boðið upp á fjölskylduleiðsögn í Listasafninu. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá sýningunni Gjöfin til íslenzkrar alþýðu sem samanstendur af völdum verkum úr Listasafni ASÍ.
Lesa meira
Tetsuya Hori.

Þriðjudagsfyrirlestur: Tetsuya Hori

Þriðjudaginn 25. október kl. 17-17.40 heldur japanska tónskáldið Tetsuya Hori Þriðjudagsfyrirlestur undir yfirskriftinni The (love) Song Book. Þar mun hann fjalla um tónsmíðar sínar fyrir hljóðfæri, raddir, einleikara, kammersveitir og sinfóníuhljómsveitir. Enginn aðgangseyrir er á fyrirlesturinn sem fer fram á ensku.
Lesa meira
Brynhildur Kristinsdóttir.

Fjórða rafræna smiðjan komin í loftið

Fjórða rafræna listsmiðja Listasafnsins undir yfirskriftinni Sköpun utan línulegrar dagskrár er nú komin í loftið. Að þessu sinni hefur Brynhildur Kristinsdóttir, myndlistarmaður og kennari, umsjón með smiðjunni.
Lesa meira