Fréttasafn

Aaron Mitchell.

Þriðjudagsfyrirlestur: Aaron Mitchell

Þriðjudaginn 22. mars kl. 17-17.40 heldur kanadíski myndlistarmaðurinn, Aaron Mitchell, Þriðjudagsfyrirlestur undir yfirskriftinni The Modern Mythology Project. Enginn aðgangseyrir er á fyrirlesturinn sem fer fram á ensku.
Lesa meira
Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson hlutu Myndlistarverðlaunin

Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson hlutu Myndlistarverðlaunin

Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson hlutu í gær Myndlistarverðlaun ársins 2022 fyrir sýninguna Vísitasíur, sem var opnuð í Listasafninu á Akureyri 25. september 2021 og stóð til 16. janúar síðastliðinn.
Lesa meira
Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson.

Vísitasíur tilnefnd til Íslensku myndlistarverðlaunanna

Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson eru tilnefnd til Íslensku myndlistarverðlaunanna fyrir sýninguna Vísitasíur, sem var opnuð í Listasafninu á Akureyri 25. september 2021 og stóð til 16. janúar síðastliðinn. Aðrir tilnefndir listamenn eru: Carl Boutard fyrir sýninguna Gróður jarðar í Listasafni Reykjavíkur, Steingrímur Eyfjörð fyrir Tegundagreining í Listasafni Reykjanesbæjar og Anna Hrund Másdóttir, Ragnheiður Káradóttir og Steinunn Önnudóttir fyrir sýningu þeirra Feigðarós í Kling og bang.
Lesa meira
Vala Fannell.

Þriðjudagsfyrirlestur: Vala Fannell

Þriðjudaginn 15. mars kl. 17-17.40 heldur Vala Fannell, leikstjóri, Þriðjudagsfyrirlestur undir yfirskriftinni Leiklistarkennsla í grunnskólum: Samfélagslegt vægi og gildi.
Lesa meira
Ivana Pedljo og Jasmin Dasović.

Þriðjudagsfyrirlestur: Ivana Pedljo og Jasmin Dasović

Þriðjudaginn 8. mars kl. 17-17.40 halda króatísku myndlistarmennirnir Ivana Pedljo og Jasmin Dasović Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Developing New Contemporary Circus Practices in Croatia. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er enginn aðgangseyrir. Þar munu þau ræða um menningarsenuna í Króatíu með áherslu á samtímasirkus og skyld listform. Einnig ræða þau verk, vinnuaðferðir og nálganir í tengslum við staðbundnar þarfir og samhengi.
Lesa meira
Allt til enda hefst í mars

Allt til enda hefst í mars

Listvinnustofur fyrir börn á grunnskólaaldri undir yfirskriftinni Allt til enda verða haldnar í Listasafninu í mars, apríl og maí. Ekkert þátttökugjald er á vinnustofurnar, en skráning nauðsynleg á heida@listak.is. Allt til enda er samstarfsverkefni Listasafnsins á Akureyri, Akureyrarstofu og Barnamenningarsjóðs Íslands.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestri frestað

Þriðjudagsfyrirlestri frestað

Fyrirhuguðum Þriðjudagsfyrirlestri sem Margrét Katrín Guttormsdóttir, vöruhönnuður og verkefnastjóri TextíLabsins hjá Textílmiðstöð Íslands, átti að halda í dag, þriðjudaginn 1. mars, hefur verið frestað sökum ófærðar. Ný dagsetning verður auglýst síðar.
Lesa meira
Súpufundur á Ketilkaffi

Súpufundur á Ketilkaffi

Mánaðarlegur hádegisfundur um menningarstarfsemina í Listagilinu verður haldinn þriðjudaginn 1. mars kl. 12-13 á Ketilkaffi í Listasafninu. Engin formleg dagskrá verður haldin, en áhugasömum gefst tækifæri á að ræða hugmyndir sínar um menningarstarfsemi Listagilsins og Akureyrarbæjar.
Lesa meira
Margrét Katrín Guttormsdóttir.

Þriðjudagsfyrirlestur: Margrét Katrín Guttormsdóttir

Þriðjudaginn 1. mars kl. 17-17.40 heldur Margrét Katrín Guttormsdóttir, vöruhönnuður, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Tækni í nýsköpun textíls. Í fyrirlestrinum mun hún stikla á stóru um textílnám sitt við Myndlistaskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands, þaðan sem hún útskrifaðist úr vöruhönnun 2021. Einnig mun Margrét Kristín fjalla um hvað leiddi hana til Blönduósar þar sem hún starfa sem verkefnastjóri TextíLabsins hjá Textílmiðstöð Íslands. TextílLabið er fyrst sinnar tegundar á Íslandi þar sem tækni og menningararfur koma saman. Þar eru ótal möguleikar til textílþróunar og nýsköpunar til staðar með stafrænni tækni.
Lesa meira
Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn

Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn

Sunnudaginn 27. febrúar kl. 11-12 verður fjölskylduleiðsögn í Listasafninu. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá alþjóðlegu samsýningunni Nánd. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið í smiðju og að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum listamannanna. Aðgangur ókeypis. Norðurorka styrkir fræðslustarf Listasafnsins.
Lesa meira