Fréttasafn

The Visitors, 2012.

Tvær opnanir á laugardaginn

Laugardaginn 4. febrúar kl. 15 verður opnuð sýning á verki Ragnars Kjartanssonar, Gestirnir / The Visitors í Listasafninu á Akureyri. Jafnframt verður opnuð safnsýningin Ný og splunkuný, en þar má sjá nýleg verk úr safneign Listasafnsins.
Lesa meira
Elfar Logi og Marsibil.

Þriðjudagsfyrirlestur: Samstarf samlímdra hjóna

Þriðjudaginn 31. janúar kl. 17-17.40 halda listahjónin Elfar Logi Hannesson og Marsibil G. Kristjánsdóttir Þriðjudagsfyrirlestur undir yfirskriftinni Samstarf samlímdra hjóna. Þar munu þau fjalla um samstarf sitt í leiklistinni. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Frá sýningunni Takmarkanir 2021.

Afmæli – opið fyrir umsóknir

Listasafnið á Akureyri efnir til sýningar á verkum eftir norðlenska myndlistarmenn 2. júní-24. september 2023 og hefur verið opnað fyrir umsóknir. Að þessu sinni skulu myndlistarmennirnir vinna með þemað, Afmæli, í verkum sínum.
Lesa meira
Guðmundur Ármann Sigurjónsson.

Guðmundur Ármann heldur fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur ársins

Þriðjudaginn 24. janúar kl. 17-17.40 heldur Guðmundur Ármann Sigurjónsson, myndlistarmaður, fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur ársins undir yfirskriftinni Galdurinn í þrykkinu. Þar mun hann fjalla um upphaf grafíkur á Íslandi og hvenær fjölföldun hófst á myndum eftir höfunda sem vinna þær í myndmót. Einnig ræðir hann stöðu grafíkur í dag. Enginn aðgangseyrir er á fyrirlesturinn.
Lesa meira
Frá opnun Solander 250: Bréf frá íslandi.

Opið grafíkverkstæði í Deiglunni

Í tengslum við sýninguna Solander 250: Bréf frá Íslandi verður Gilfélagið með opið grafíkverkstæði í Deiglunni næstkomandi laugardag og sunnudag, 21. og 22. janúar, kl. 13-18. Leiðsögn veitir Guðmundur Ármann Sigurjónsson, myndlistarmaður. Enginn aðgangseyrir.
Lesa meira
Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn

Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn

Sunnudaginn 29. janúar kl. 11-12 verður boðið upp á fjölskylduleiðsögn í Listasafninu. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá sýningu Kristínar Jónsdóttur frá Munkaþverá, Vatnið og landið, og samsýningunni Solander 250: Bréf frá Íslandi, og fjallar um einstaka verk.
Lesa meira
Fuglasýningu lýkur á sunnudaginn

Fuglasýningu lýkur á sunnudaginn

Sýningu á afrakstri fjórðu listsmiðju verkefnisins Sköpun utan línulegrar dagskrár lýkur næstkomandi sunnudag, 8. janúar. Verkefnið fólst í að bjóða fjölskyldum að taka þátt í rafrænni listsmiðju til að skapa sitt eigið listaverk í samvinnu við sína nánustu. Að þessu sinni var það Brynhildur Kristinsdóttir, myndlistarkona og kennari, sem kenndi þátttakendum að búa til fugla úr pappamassa. Verkefnið er styrkt af SSNE.
Lesa meira
Frá sýningunni Takmarkanir 2021.

Afmæli: Samsýning norðlenskra myndlistarmanna

Listasafnið á Akureyri efnir til sýningar á verkum eftir norðlenska myndlistarmenn 3. júní til 13. ágúst 2023. Að þessu sinni skulu myndlistarmennirnir vinna með þemað, Afmæli, í verkum sínum. Dómnefnd velur úr umsóknum listamanna sem búa og/eða starfa á Norðurlandi eða hafa tengingu við svæðið. Opnað verður fyrir umsóknir 20. janúar og er umsóknarfrestur til og með 28. febrúar.
Lesa meira
Gleðileg jól

Gleðileg jól

Listasafnið á Akureyri óskar landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða. Opnunartími yfir hátíðirnar: 23.12, Þorláksmessa: Kl. 12-17. 24.12 / 25.12: Lokað. 26.-30: Kl. 12-17. 31.12 / 01.01: Lokað.
Lesa meira
Gefðu myndlist í jólagjöf!

Gefðu myndlist í jólagjöf!

Árskort Listasafnsins er til sölu í safnbúðinni og kostar aðeins 4.200 kr. Það veitir aðgang að öllum sýningum árið um kring frá og með kaupdegi. Tilvalið í jólapakkann fyrir fólk, fyrirtæki og samtök. Safnbúðin er opin alla daga kl. 12-17. Þar má m.a. finna Í safnbúð Listasafnsins er m.a. finna listræna gjafavöru, listmuni, áhugaverðar listaverkabækur af margvíslegum toga og plaköt sem fegra heimilið. Verið velkomin. Sjón er sögu ríkari.
Lesa meira