Fréttasafn

Afrakstur Látum vaða! má nú sjá í fræðslurýminu

Afrakstur Látum vaða! má nú sjá í fræðslurýminu

Afrakstur listsmiðjunnar Látum vaða! sem fram fór í Listasafninu þann 2. september er nú til sýnis í safnfræðslurými safnsins. Smiðjan tengist sýningunni Einfaldlega einlægt þar sem sýnd eru málverk listakonunnar Katrínar Jósepsdóttur, sem oftast var kölluð Kata saumakona. Málverk Kötu eru einlæg og gefa sig ekki út fyrir að vera neitt annað en þau eru. Listakonan „lét vaða“ á eigin forsendum og eru verkin því sem mikilvæg hvatning fyrir bæði börn og fullorðna. Allir geta skapað og útkoman getur komið á óvart.
Lesa meira
Einar Helgason, Hrísey og Tröllaskagi, 1998.

Opnun á Heilsuvernd hjúkrunarheimili, Hlíð

Föstudaginn 8. september kl. 14 opnar Listasafnið á Akureyri sýninguna Hér og þar II á Heilsuvernd hjúkrunarheimili, Hlíð. Listasafnið og Heilsuvernd vinna saman að því að fræða og gleðja íbúa, starfsfólk og gesti Hlíðar með tveimur myndlistarsýningum í ár og leiðsögn þeim tengdum. Sú fyrri var opnuð 10. febrúar og stóð til 4. júní, en þar mátti sjá verk eftir Jón Laxdal, Roj Friberg og Þorvald Þorsteinsson. Að þessu sinni verða sýnd verk eftir listamennina Einar Helgason, Guðmund Ármann Sigurjónsson, Lilý Erlu Adamsdóttur og Tryggva Ólafsson. Öll hafa þau unnið með náttúru og mannlíf á einn eða annan hátt í verkum sínum.
Lesa meira
Látum vaða í september!

Látum vaða í september!

Í september býður Listasafnið á Akureyri upp á tvær ólíkar listsmiðjur þar sem börn og fullorðnir fá tækifæri til að vinna saman undir leiðsögn listamanns og skapa verk sem sett verða upp á sérstakri sýningu í safnfræðslurými safnsins. Smiðjurnar tengjast sýningunni Einfaldlega einlægt, sem var opnuð 26. ágúst, en þar má sjá verk listakonunnar Katrínar Jósepsdóttur, sem oftast var kölluð Kata saumakona. Málverk Kötu eru einlæg og gefa sig ekki út fyrir að vera neitt annað en þau eru. Listakonan „lét vaða“ á eigin forsendum og virka verkin því sem mikilvæg hvatning fyrir bæði börn og fullorðna. Allir geta skapað og útkoman getur komið á óvart. Látum vaða!
Lesa meira
Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn

Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn

Sunnudaginn 27. ágúst kl. 11-12 mun Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segja börnum og fullorðnum frá samsýningu norðlenskra myndlistarmanna, Afmæli. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum sýningarinnar.
Lesa meira
Listasafnið á Akureyri 30 ára!

Listasafnið á Akureyri 30 ára!

Helgina 25.-27. ágúst næstkomandi fagnar Listasafnið á Akureyri 30 ára afmæli. Afmælishátíðin hefst í sal 11 á föstudagskvöldinu kl. 22 með tónleikum tékkneska oktettsins HLASkontraBAS. Blásið verður til mikillar listahátíðar á laugardaginn kl. 15 þegar fimm nýjar sýningar verða opnaðar í safninu. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, flytur ávarp, einnig Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, og Hlynur Hallsson, safnstjóri.
Lesa meira
Helgi Þórsson.

Síðasti Mysingur sumarsins

Þriðji og síðasti Mysingur sumarsins fer fram á Akureyrarvöku, laugardaginn 26. ágúst kl. 17. Að venju verða tónleikarnir haldnir í Mjólkurporti Listasafnsins á Akureyri og að þessu sinni koma fram Helgi og hljóðfæraleikararnir og Miomantis. Enginn aðgangseyrir er á tónleikana og hægt verður að kaupa mat og drykki frá Ketilkaffi á svæðinu. Tónleikaröðin er hluti af Akureyrarvöku og unnin í samstarf Akureyrarbæjar, Listasafnsins á Akureyri, Ketilkaffis og Geimstofunnar.
Lesa meira
Safnið að innan

Safnið að innan

Hvernig lítur Listasafnið út þegar verið er að skipta um sýningar? Hvaða verkefni eru á dagskrá þegar sýningu lýkur? Hvernig er skipulagið í listaverkageymslunni? Í tilefni af 30 ára afmæli Listasafnsins býðst gestum að skyggnast á bak við tjöldin og fá svör við þessum og fleiri spurningum. Þeim gefst jafnframt kostur á að hitta listamenn og starfsfólk Listasafnsins, sem er að undirbúa og setja upp sýningar.
Lesa meira
Látum vaða!

Látum vaða!

Í september býður Listasafnið á Akureyri upp á tvær ólíkar listsmiðjur þar sem börn og fullorðnir fá tækifæri til að vinna saman undir leiðsögn listamanns og skapa verk sem sett verða upp á sérstakri sýningu í safnfræðslurými safnsins. Smiðjurnar tengjast sýningunni Einfaldlega einlægt, sem verður opnuð 26. ágúst, en þar má sjá verk listakonunnar Katrínar Jósepsdóttur sem oftast var kölluð Kata saumakona.
Lesa meira
Sara Björg Bjarnadóttir.

Listamannaspjall með Söru Björgu og sýningalok

Sunnudaginn 13. ágúst kl. 15 verður boðið upp á listamannaspjall með Söru Björgu Bjarnadóttur um sýningu hennar Tvær eilífðir milli 1 og 3. Hlynur Hallsson, safnstjóri, ræðir við Söru um sýninguna og einstaka verk. Aðgöngumiði á safnið gildir á listamannaspjallið.
Lesa meira
Annar Mysingur sumarsins á laugardaginn

Annar Mysingur sumarsins á laugardaginn

Laugardaginn 22. júlí kl. 17 fer fram annar Mysingur sumarsins í mjólkurporti Listasafnsins á Akureyri, en þá koma fram hljómsveitin Gróa og Ari Orrason. Enginn aðgangseyrir er á tónleikana og hægt verður að kaupa mat og drykki frá Ketilkaffi á svæðinu. Tónleikaröðin er hluti af Listasumri og unnin í samstarf Akureyrarbæjar, Listasafnsins á Akureyri, Ketilkaffis og Geimstofunnar.
Lesa meira