Flýtilyklar
Fréttasafn
Nærðu andann á aðventunni
05.12.2025
Á aðventunni býður Listasafnið á Akureyri safngestum að næra andann og hlúa að því sem innra býr.
Lesa meira
Jón Þorsteins - 12 tóna korterið
05.12.2025
Síðasta TÓLF TÓNA KORTÉR ársins fer fram laugardaginn 6. desember kl. 15 og 16.
Jón Þorsteinn Reynisson mun í aðventuhúminu, fyrir milligöngu harmoniku sinnar, leiða okkur um tónlistarheim Sofiu Gubaidulinu. Hún er eitt mesta tónskáld harmonikutónlistar fyrr og síðar.
Aðgangur er ókeypis, aðgengi gott og öll velkomin!
Lesa meira
Gjörningur á opnun
24.11.2025
Fimmtudagskvöldið 27. nóvember kl. 20 verða tvær sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri: Samsýningin Viðbragð og sýning á teikningum og skissum Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals, Undir berum himni. Fimmtán íslenskir og erlendir listamenn taka þátt í samsýningunni, þar á meðal fiðluleikarinn og tónskáldið Laura Ortman sem mun einnig fremja gjörning á opnuninni kl. 20.40.
Lesa meira
Opnun fimmtudagskvöldið 27. nóvember
21.11.2025
Fimmtudagskvöldið 27. nóvember kl. 20 verða tvær sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri: Samsýningin Viðbragð og sýning á teikningum og skissum Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals, Undir berum himni. Í tengslum við fyrrnefndu sýninguna fremur bandaríska listakonan Laura Ortman gjörning kl. 20.40.
Lesa meira
Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn
18.11.2025
Sunnudaginn 23. nóvember kl. 11-12 mun Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri fræðslu og miðlunar, segja börnum og fullorðnum frá verkum Óla G. Jóhannssonar, á sýningunni Lífsins gangur. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum sýningarinnar.
Lesa meira
Tólf tóna kortérið á laugardaginn
03.11.2025
Annað Tólf tóna kortér vetrarins fer fram í Listasafninu næstkomandi laugardag, 8. nóvember, kl. 15 og 16. Þá mun tónlistarfólkið Marteinn J. Ingvarsson Lazarz og Sophia Fedorovych frumflytja tónverkið LEÇON DE TÉNÈBRES – MYRKRALESTUR, harmljóð fyrir tvær fiðlur og þrjá hluti eftir Steinunni Arnbjörgu Stefánsdóttur. Aðgangur er ókeypis.
Tólf tóna kortérið er samstarfsverkefni Listasafnsins á Akureyri, Sóknaráætlunar Norðurlands Eystra, Akureyrarbæjar og Menningarsjóðs FÍH.
Lesa meira
Síðasti Þriðjudagsfyrirlestur ársins: Ragnheiður Björk Þórsdóttir
29.10.2025
Þriðjudaginn 4. nóvember kl. 16.15 heldur Ragnheiður Björk Þórsdóttir, textíllistamaður, síðasta Þriðjudagsfyrirlestur ársins undir yfirskriftinni Að byggja stafræna textílbrú milli fortíðar og framtíðar. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Þriðja og síðasta vinnustofa Allt til enda
28.10.2025
Þriðja og síðasta vinnustofan í verkefninu Allt til enda fer fram 8. og 9. nóvember næstkomandi í Listasafninu á Akureyri. Þá mun listakonan og hönnuðurinn Ýrúrarí bjóða börnum í 3.-6. bekk að skoða ólíkar leiðir til að glæða nýju lífi í textílefni og flíkur sem fólk er hætt að nota. Grunnur vinnustofunnar byggir á handverksaðferðum sem skapa rými fyrir sköpun og tjáningu með textíl. Vinnustofunni lýkur með sýningu í Listasafninu sem þátttakendur skipuleggja sjálfir og stendur til 7. desember.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Elín Berglind Skúladóttir
25.10.2025
Þriðjudaginn 28. október kl. 16.15 heldur Elín Berglind Skúladóttir, sjónlistakennari og listakona, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu undir yfirskriftinni Að ná tökum á tækni. Þar mun hún fjalla um leirlífið, námskeiðin, myndlistarkennsluna, Þúfu46 og framhaldið. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn
22.10.2025
Sunnudaginn 26. október kl. 11-12 mun Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri fræðslu og miðlunar, segja börnum og fullorðnum frá sýningum Barbara Long, Himnastigi, og Bergþórs Morthens, Öguð óreiða. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum sýninganna.
Lesa meira
Leit