Flýtilyklar
Fréttasafn
„Umsóknarfrestur er til 9. apríl“
02.04.2025
„Listasafnið á Akureyri hefur frá 2015 sett upp samsýningu á verkum norðlenskra listamanna annað hvert ár og nú er því komið að sjötta tvíæringnum,“ segir Freyja Reynisdóttir, verkefnastjóri sýninga hjá Listasafninu.
Lesa meira
Tólf tóna kortérið á laugardaginn
02.04.2025
Laugardaginn 5. apríl verður Tólf tóna kortérið á dagskrá í sal 04 í Listasafninu. Þá mun Þorsteinn Jakob Klemenzson frumflytja eigið spunaverk, Óreiða, fyrir rafgítar og teiknivél. Í verkinu leitar Þorsteinn Jakob að tengslum þess mannlega og tölvugerða. Á meðan hann spinnur rafgítarverk mun tölva teikna upp tónlistina á myndrænan hátt og sameina mannlega sköpun við tölvustýrða óreiðu.
Lesa meira
Á haus í Listasafninu
27.03.2025
Laugardaginn 5. apríl kl. 11-12 býður Þuríður Helga Kristjánsdótttir, jóga- og núvitundarkennari, býður börnum og fjölskyldum þeirra að stíga út úr amstri dagsins, upplifa Listasafnið á nýjan og meðvitaðri hátt og njóta samveru í skapandi og rólegu umhverfi.
Lesa meira
Sjónarafl – þjálfun í myndlæsi
22.03.2025
Listasafn Íslands í samstarfi við Listasafnið á Akureyri býður upp á námskeið fyrir kennara í aðferðum Sjónarafls – þjálfunar í myndlæsi. Námskeiðið verður haldið í Listasafninu á Akureyri, þriðjudaginn 25. mars kl. 14-16 og miðvikudaginn 26. mars kl. 09-11 og kl. 11.30-13.30.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Sjónarafl – þjálfun í myndlæsi, brú inn í skólakerfið
22.03.2025
Þriðjudaginn 25. mars kl. 17-17.40 halda Ragnheiður Vignisdóttir, fræðslu- og útgáfustjóri, og Ingibjörg Hannesdóttir, sérfræðingur fræðslu og miðlunar, hjá Listasafni Íslands síðasta Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins í Listasafninu undir yfirskriftinni Sjónarafl – þjálfun í myndlæsi, brú inn í skólakerfið.
Lesa meira
Tvær opnanir á laugardaginn
21.03.2025
Laugardaginn 22. mars kl. 15 verða sýningar Emilie Palle Holm, Brotinn vefur, og Helgu Páleyjar Friðþjófsdóttur, Í fullri fjöru, opnaðar í Listasafninu á Akureyri. Á opnun verður listamannaspjall með Emilie kl. 15.45 og leiðsögn með Helgu Páleyju kl. 16.15.
Lesa meira
Gestavinnustofan opin á laugardaginn
21.03.2025
Japanska listakonan Sawako Minami hefur dvalið í gestavinnustofu Listasafnsins undanfarnar vikur og laugardaginn 22. mars kl. 14-17 verður vinnustofan opin gestum og gangandi.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur: Brynja Baldursdóttir
14.03.2025
Þriðjudaginn 18. mars kl. 17-17.40 heldur myndlistarkonan Brynja Baldursdóttir Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Ferð um hið innra landslag. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn
12.03.2025
Sunnudaginn 16. mars kl. 11-12 mun Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri fræðslu og miðlunar, segja börnum og fullorðnum frá sýningunni Sköpun bernskunnar 2025. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum sýningarinnar.
Lesa meira
Almenn leiðsögn á laugardaginn
12.03.2025
Laugardaginn 15. mars kl. 15 verður boðið upp á leiðsögn um sýningarnar Sköpun bernskunnar 2025 og Átthagamálverkið: Á ferð um Norðausturland liðinnar aldar. Aðgangur er innifalinn í miðaverði Listasafnsins.
Lesa meira
Leit

