Fréttasafn

Viðburðir frestast í kjölfarið á hertum sóttvarnarreglum

Viðburðir frestast í kjölfarið á hertum sóttvarnarreglum

Í kjölfarið á hertum sóttvarnarreglum sem standa til og með 15. apríl verður nokkrum viðburðum á vegum Listasafnsins frestað um óákveðinn tíma. Ný tímasetning verður auglýst við fyrsta tækifæri. Listasafnið er engu að síður opið alla daga kl. 12-17 þar sem hámarksfjöldi gesta miðast við 10 manns.
Lesa meira
Þorvaldur Þorsteinsson.

Lengi skal manninn reyna lýkur á sunnudaginn

Yfirlitssýningu á verkum Þorvaldar Þorsteinssonar, Lengi skal manninn reyna, lýkur næstkomandi sunnudag, 11. apríl.
Lesa meira
Gleðilega páska!

Gleðilega páska!

Listasafnið verður opið alla páskahátíðina kl. 12-17. Hefðbundin leiðsögn á fimmtudögum fellur niður í kjölfarið á hertum sóttvarnarreglum til og með 15. apríl. Fjöldi gesta safnsins takmarkast nú við hámark 10. Gleðilega páska!
Lesa meira
Smiðju Sunnu Svavarsdóttur frestað

Smiðju Sunnu Svavarsdóttur frestað

Í kjölfarið á hertum sóttvarnarreglum sem standa til og með 15. apríl verður skynjunarsmiðju Sunnu Svavarsdóttur, sem átti að fara fram laugardaginn 3. apríl kl. 11-12, frestað um óákveðinn tíma. Endanlega tímasetning verður auglýst síðar.
Lesa meira
Bergþór Morthens, Rústir, 2021.

Verk eftir 17 listamenn valin á sýninguna Takmarkanir

Í janúar síðastliðnum auglýsti Listasafnið á Akureyri eftir umsóknum um þátttöku í samsýningu norðlenskra myndlistarmanna, Takmarkanir, sem mun standa yfir 29. maí - 26. september næstkomandi. Alls bárust umsóknir frá 44 listamönnum og yfir 100 verk, en forsenda umsóknar var að listamenn búi og/eða starfi á Norðurlandi eða hafi tengingu við svæðið. Listasafnið þakkar fyrir allar innsendar umsóknir. Sýningunni er ætlað að gefa innsýn í líflega flóru myndlistar á Akureyri og Norðurlandi. Að þessu sinni var valið sérstakt þema fyrir sýninguna, Takmarkanir.
Lesa meira
Fjöldi gesta takmarkast við 10

Fjöldi gesta takmarkast við 10

Í kjölfarið á hertum samkomureglum takmarkast fjöldi gesta Listasafnsins nú við 10 gesti. Hefðbundin leiðsögn um sýningar fellur niður næstu þrjár vikurnar. Opnunartími Listasafnsins er sem áður kl. 12-17 alla daga.
Lesa meira
David Molesky

Þriðjudagsfyrirlestur: David Molesky

Þriðjudaginn 23. mars kl. 17 heldur David Molesky síðasta Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni The New Figurative. Í fyrirlestrinum segir hann frá vegferð sinni með endurvakningu hins fígúratíva málverks. Hann rekur það sem hann telur ástæður þess að þessi nálgun í listum hvarf en snéri svo aftur. Einnig ræðir Molesky um listmarkaðinn í New York sem hann er vel kunnugur í gegn um sýningar sínar og blaðamennsku. Pælingar hans um ný viðmið í list-upplifunum, tíðarandann eða tímaskekkjur í listum verða ræddar sem og hvernig þær hafa áhrif á hans eigin listsköpun.
Lesa meira
Er ást: Listasafnið býður í Nýja bíó

Er ást: Listasafnið býður í Nýja bíó

Föstudaginn 19. mars kl. 17 býður Listasafnið á Akureyri í samstarfi við Sambíóin og Andrá kvikmyndafélag upp á bíósýningu í Nýja bíói. Þá verður sýnd heimildarmyndin Er ást sem fjallar um Helenu Jónsdóttur og lífið eftir andlát eiginmanns hennar Þorvaldar Þorsteinssonar, myndlistarmanns, rithöfundar og skálds. Myndin er persónuleg og hleypir áhorfandanum mjög nærri viðfangsefninu. Leikstjóri er Kristín Andrea Þórðardóttir og tónlistina samdi Úlfur Eldjárn. Lengd: 52 mínútur. Enginn aðgangseyrir.
Lesa meira
Útboð á rekstri kaffihúss

Útboð á rekstri kaffihúss

Listasafnið á Akureyri leitar eftir aðila/aðilum til að annast rekstur á kaffihúsi í Listasafninu. Góð aðstaða er fyrir kaffihús á jarðhæð Listasafnsins. Kaffihúsið er sjálfstæð eining á góðum stað í Listagilinu en jafnframt mikilvægur hluti af safninu. Útboðsgögn verða afhent rafrænt frá þriðjudeginum 16. mars 2021 og verða aðgengileg á þessari slóð. Tilboðum skal skila rafrænt fyrir kl. 16.00 fimmtudaginn 8. apríl 2021. Nánari upplýsingar veitir Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnsins hlynurhallsson@listak.is og í síma 461 2619 og 659 4744.
Lesa meira
Magni Ásgeirsson.

Þriðjudagsfyrirlestur: Magni Ásgeirsson

Þriðjudaginn 16. mars kl. 17-17.40 heldur Magni Ásgeirsson, tónlistarmaður, næst síðasta Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins undir yfirskriftinni „…tónlistarmaður? En við hvað vinnur þú?“
Lesa meira