Fréttasafn

Ann Noël.

Fjölskylduleiðsögn og málþing á sunnudaginn

Sunnudaginn 26. september kl. 11-12 verður boðið upp á fjölskylduleiðsögn í Listasafninu, en þá mun Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segja börnum og fullorðnum frá sýningunni Takmarkanir. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum listamannanna.
Lesa meira
Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson.

Tvær sýningar verða opnaðar á laugardaginn

Laugardaginn 25. september kl. 15 verða tvær sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri, annars vegar sýning Bryndísar Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson, Vísitasíur, og hins vegar sýning Ann Noël, Teikn og tákn. Á opnunardegi kl. 16 verður listamannaspjall við Bryndísi og Mark sem Æsa Sigurjónsdóttir, sýningarstjóri, stýrir.
Lesa meira
Sigurður Mar.

Fyrsti Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins

Þriðjudaginn 21. september kl. 17-17.40 heldur ljósmyndarinn Sigurður Mar fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Fegurðin í ófullkomleikanum. Þar fjallar hann um aftengingu ljósmyndarinnar við raunveruleikann, en Sigurður hefur glímt við þetta viðfangsefni undanfarin ár. Hann vinnur langt frá hinum ofurskörpu stafrænu myndgæðum, en blandar nútímatækni við aldagamlar aðferðir.
Lesa meira
List fyrir alla

List fyrir alla

Vefsíðan listfyriralla.is fór í loftið á dögunum en henni er ætlað að miðla listviðburðum um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Höfuðáhersla er lögð á menningu fyrir börn og menningu með börnum.
Lesa meira
Steinunn Aragrúadóttir.

A! Gjörningahátíð fer fram í október

A! Gjörningahátíð fer fram á Akureyri dagana 7. - 10. október næstkomandi. A! er fjögurra daga alþjóðleg gjörningahátíð sem haldin er árlega og nú í sjöunda sinn. Ókeypis er inn á alla viðburði.
Lesa meira
Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn

Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn

Sunnudaginn 12. september kl. 11-12 verður boðið upp á fjölskylduleiðsögn um sýninguna Ferðagarpurinn Erró. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá sýningunni og einstaka verkum. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið í skemmtilegan leik um sýninguna.
Lesa meira
Jessica Tawczynski.

Gestalistamaður Listasafnsins sýnir í Deiglunni

Bandaríska myndlistarkonan Jessica Tawczynski hefur dvalið í gestavinnustofu Listasafnsins undanfarnar vikur. Laugardaginn 4. september kl. 12 opnar hún sýningu í Deiglunni undir yfirskriftinni Lost At Sea / Týnd í Hafi þar sem hún sýnir afrakstur vinnu sinnar á Akureyri. Sýningunni líkur miðvikudaginn 8. september.
Lesa meira
Ragnar Kjartansson.

Listamannaspjall með Ragnari Kjartanssyni

Í tilefni af frumsýningu á nýju verki eftir Ragnar Kjartansson, Undirheimar Akureyrar, sem hann vann sérstaklega fyrir Listasafnið á Akureyri, verður boðið upp á listamannaspjall með Ragnari kl. 15 laugardaginn 28. ágúst. Stjórnandi er Hlynur Hallsson, safnstjóri. Listasafnið verður opið kl. 12-23 þennan sama dag og enginn aðgangseyrir.
Lesa meira
Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn

Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn

Sunnudaginn 29. ágúst kl. 11-12 verður boðið upp á fjölskylduleiðsögn um sýninguna Ferðagarpurinn Erró. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá sýningunni og einstaka verkum. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið í skemmtilegan leik um sýninguna.
Lesa meira
Hekla Björt Helgadóttir.

Hekla Björt og Ragnar Kjartansson opna sýningar

Laugardaginn 28. ágúst kl. 12-23 verða tvær nýjar sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri, annars vegar sýning Heklu Bjartar Helgadóttur, Villiljóð, og hins vegar sýning á nýju verki eftir Ragnar Kjartansson, Undirheimar Akureyrar, sem unnið var sérstaklega fyrir svalir Listasafnsins. Boðið verður upp á listamannaspjall með Ragnari kl. 15 og er stjórnandi þess Hlynur Hallsson, safnstjóri.
Lesa meira