Fréttasafn

Staðreynd 6 – Samlag

Vídeóverk framan á Listasafninu

Í tilefni af afmæli Akureyrarbæjar 2021 verður völdum vídeóverkum varpað framan á Listasafnið á Akureyri kl. 21-00.30 föstudags- laugardags og sunnudagskvöld. Sýningarnar á vídeóverkunum er hluti af viðburðinum Ljósin í bænum, en þar eru valdar byggingar lýstar á litríkan, listrænan og skemmtilegan hátt. Auk Listasafnsins eru Akureyrarkirkja, Glerárkirkja, Hof og aðstöðuhús siglingaklúbbsins Nökkva upplýst auk þess sem ljósadýrð verður í Lystigarðinum og víðar um bæinn.
Lesa meira
Verk Margeirs Dire endurgert

Verk Margeirs Dire endurgert

Laugardaginn 28. ágúst kl. 14 mun graffitílistamaðurinn Örn Tönsberg hefjast handa við endurgerð á verki sem myndlistarmaðurinn Margeir Dire gerði á Akureyrarvöku 2014.
Lesa meira
Njótum samveru í Listasafninu á Akureyri

Njótum samveru í Listasafninu á Akureyri

Fjölskylduleikur um sýninguna Ferðagarpurinn Erró.
Lesa meira
Acro jóga og danssýning á Listasumri

Acro jóga og danssýning á Listasumri

Laugardaginn 17. júlí kl. 15 munu hjónin Tinna Sif og Jacob Wood skapa saman ævintýralega upplifun fyrir gesti, seiðandi blöndu af Suður Amerískum dönsum og akróbatík í Listasafninu á Akureyri.
Lesa meira
Útilistaverk á framhlið Listasafnsins

Útilistaverk á framhlið Listasafnsins

Í tilefni af Listasumri 2021 hefur Listasafnið á Akureyri sett upp útilistaverkið 2010 Þjóðfundarmiði – Ekki kjafta ykkur frá niðurstöðum stjórnlagaþings eftir Libiu Castro, Ólaf Ólafsson og Töfrateymið. Verkið, sem nú má sjá á framhlið Listasafnsins, stendur út Listasumar eða til 30. júlí næstkomandi. Verkið er úr seríu þar sem þátttökumiðar þjóðfundarins 2010 eru stækkaðir. Á fundinum var unnin undirbúningsvinna Stjórnlagaþings við ritun nýrrar stjórnarskrár. Á miðana gátu þátttakendur ritað ábendingar um áframhaldandi starf Stjórnlagaþings. Upprunalegu miðarnir eru nú varðveittir á Þjóðskjalasafni Íslands.
Lesa meira
Heike Ahrend.

Opin gestavinnustofa: Heike Ahrends

Þýski myndlistarmaðurinn Heike Ahrends hefur dvalið í gestavinnustofu Listasafnsins undanfarnar vikur. Laugardaginn 26. Júní kl. 14-16 verður gestavinnustofan opin þar sem Ahrend sýnir afrakstur vinnu sinnar á Akureyri. Gengið inn úr porti bakvið Listasafnið.
Lesa meira
Leiðsögn með listamönnum

Leiðsögn með listamönnum

Laugardaginn 19. júní kl. 15 verður leiðsögn með listamönnum í Listasafninu. Hekla Björt Helgadóttir og Jonna – Jónborg Sigurðardóttir taka á móti gestum ásamt Hlyni Hallssyni, safnstjóra, og spjalla um sýninguna Takmarkanir og einstaka verk. Aðgangur innifalinn í aðgöngumiða á safnið.
Lesa meira
David Kampfner.

Fyrirlestur um iðnminjar

Þriðjudaginn 15. júní kl. 17 heldur enski fræðimaðurinn David Kampfner frá Háskólasetri Vestfjarða fyrirlestur í Listasafninu, sal 10, undir yfirskriftinni Finding the Phoenix Factor: Industrial Heritage Conservation in Iceland. Þar mun Kampfner skoða iðnminjar sem fengið hafa nýtt hlutverk með áherslu á áhrif þeirra á efnahagslegar og félagslegar breytingar. Um alla Evrópu hafa iðnminjar orðið mikilvægur þáttur í byggðaþróun og endurnýjun atvinnulífs. Fram að þessu hefur þó þáttur þeirra í breytingum á Íslandi verið vanmetinn.
Lesa meira
Listasafnið hlaut styrk úr Barnamenningarsjóði

Listasafnið hlaut styrk úr Barnamenningarsjóði

Á dögunum var tilkynnt um úthlutun úr Barnamenningarsjóði Íslands, sem nú veitir styrki til barnamenningar í þriðja sinn frá stofnun sjóðsins. Listasafnið á Akureyri hlaut 1.200.000 kr. styrk fyrir listvinnustofur undir heitinu Allt til enda, sem hófu göngu sína fyrr á þessu ári. Sjóðurinn styrkir 37 metnaðarfull verkefni og er heildarupphæð úthlutunarinnar 90 milljónir króna. Alls bárust 113 umsóknir og var sótt um rúmlega fjórfalda þá upphæð sem sjóðurinn hafði til úthlutunar eða rúmar 373 milljónir króna.
Lesa meira
Bergþór Morthens, Sumarnótt, 2021.

Tvær sýningar verða opnaðar á laugardaginn

Laugardaginn 29. maí kl. 12-17 verða tvær nýjar sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri, annars vegar samsýning norðlenskra myndlistarmanna, Takmarkanir, og hins vegar sýning á verkum úr safneign Listasafnsins, Nýleg aðföng. Sýningarstjóri beggja sýninga er Hlynur Hallsson.
Lesa meira