Fréttasafn

Birgir Snæbjörn Birgisson, Frumburðurinn, 2021.

Opnun á laugardaginn: Nánd / Embrace

Laugardaginn 29. Janúar kl. 12-17 verður fyrsta sýning ársins, Nánd / Embrace, opnuð í Listasafninu á Akureyri. Á sýningunni er athyglinni beint að innri rökfærslum listmálunar sem eru staðsettar, skuldbundnar og innbyggðar. Á sýningunni fellur allt saman í þeim tilgangi að skapa og miðla stöðum og aðstæðum fyrir málverk til að vera og verða – að anda inn og anda út, með áhorfandanum og staðnum. Markmiðið er að yfirgefa hugmyndina um fjarlægt hlutleysi og færa sig nær þátttökureynslu – hinni krefjandi en ánægjulegu leið frá aðskilnaði til nándar, frá fjarveru til þátttöku.
Lesa meira
Frá Vísitasíum.

Síðasta sýningavika framundan

Framundan er síðasta vika sýninga Ann Noël, Teikn og tákn, og Bryndísar Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson, Vísitasíur, en báðum sýningum lýkur næstkomandi sunnudag, 15. janúar.
Lesa meira
Fyrsta sýning ársins

Fyrsta sýning ársins

Laugardaginn 29. janúar verður fyrsta sýning ársins, Embrace, opnuð í Listasafninu á Akureyri. Á sýningunni er athyglinni beint að innri rökfærslum listmálunar sem eru staðsettar, skuldbundnar og innbyggðar. Á sýningunni fellur allt saman í þeim tilgangi að skapa og miðla stöðum og aðstæðum fyrir málverk til að vera og verða – að anda inn og anda út, með áhorfandanum og staðnum.
Lesa meira
Gleðileg jól

Gleðileg jól

Listasafnið á Akureyri óskar landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.
Lesa meira
Opið til kl. 22 á Þorláksmessu og enginn aðgangseyrir

Opið til kl. 22 á Þorláksmessu og enginn aðgangseyrir

Í tilefni jólanna verður opið til kl. 22 í dag, 23. desember – Þorláksmessu, og enginn aðgangseyrir. Í boði er hádegisleiðsögn kl. 12 um sýningar Ann Noël, Teikn og tákn, og Karls Guðmundssonar, Lífslínur. Verið velkomin.
Lesa meira
Afrakstur rafrænu danslistasmiðjunnar til sýnis

Afrakstur rafrænu danslistasmiðjunnar til sýnis

Önnur rafræna smiðja Listasafnsins undir yfirskriftinni Sköpun utan línulegrar dagskrár fór í loftið í október. Að þessu sinni var um að ræða danslistasmiðju í umsjón Urðar Steinunnar Önnudóttur Sahr, dansara og danskennara. Verkefnið fólst í að bjóða börnum og þeirra nánustu að taka þátt í listsmiðju á þeim tíma sem þeim hentar best. Smiðjan var tekin upp í Listasafninu og sýnd á netinu. Þannig gátu þátttakendur horft á smiðjurnar heima hjá sér og unnið verk. Afraksturinn er nú til sýnis í fræðslurýmis Listasafnsins og stendur til 3. janúar næstkomandi.
Lesa meira
Opin listsmiðja á laugardaginn

Opin listsmiðja á laugardaginn

Laugardaginn 11. desember kl. 13-16 verður boðið upp á opna listsmiðju í Listasafninu. Alls konar efniviður verður á staðnum og allir velkomnir. Tilvalið tækifæri til að njóta samveru, skapa listaverk eða búa til jólakort, merkimiða og gjafir. Ókeypis aðgangur.
Lesa meira
Jóhannes Kjarval, Fjallamjólk, 1941.

Þrjár sýningar opnaðar á laugardaginn

Laugardaginn 4. desember kl. 12-17 verða þrjár sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri: Erling Klingenberg – punktur, punktur, punktur, Karl Guðmundsson – Lífslínur og yfirlitssýning á verkum úr Listasafni ASÍ, Gjöfin til íslenzkrar alþýðu.
Lesa meira
Ágúst Gígjar Valdemarsson.

Nemendasýning VMA opnuð á laugardaginn

Laugardaginn 20. nóvember kl. 12-17 verður nemendasýning listnáms- og hönnunarbrautar VMA, Ginnungagap, opnuð. Sýningin stendur til 28. nóvember.
Lesa meira
Alma Dís Kristinsdóttir.

Þriðjudagsfyrirlestur: AlmaDís Kristinsdóttir

Þriðjudaginn 16. nóvember kl. 17-17.40 heldur AlmaDís Kristinsdóttir, safnstjóri Listasafns Einars Jónssonar, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Safnfræðsla sem hreyfiafl. Þar mun hún fjalla um fræðsluhlutverk safna á fræðilegum og praktískum nótum. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira