Fréttasafn

Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn

Fjölskylduleiðsögn á sunnudaginn

Sunnudaginn 14. nóvember kl. 11-12 verður boðið upp á fjölskylduleiðsögn í Listasafninu, en þá mun Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segja börnum og fullorðnum frá sýningu Bryndísar Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson, Visitasíur, og sýningu Ann Noël, Teikn og tákn. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið í skemmtilegan leik.
Lesa meira
Þriðjudagsfyrirlestur fellur niður

Þriðjudagsfyrirlestur fellur niður

Þriðjudagsfyrirlestur norska myndlistarmannsins Sigbjørn Bratlie, Foreign Languages, sem átti að fara fram þriðjudaginn 9. nóvember fellur niður vegna veikinda. Beðist er velvirðingar á þessari breytingu.
Lesa meira
Sigbjørn Bratlie.

Þriðjudagsfyrirlestur: Sigbjørn Bratlie

Þriðjudaginn 9. nóvember kl. 17-17.40 heldur norski myndlistarmaðurinn Sigbjørn Bratlie Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Foreign languages. Þar mun hann tala um listrannsóknir þær er hann hefur stundað síðastliðinn níu ár og fjalla að mestu um „framandi tungumál“. Fyrirlesturinn fer fram á ensku.
Lesa meira
Kristinn Schram.

Þriðjudagsfyrirlestur: Kristinn Schram

Þriðjudaginn 2. nóvember kl. 17-17.40 heldur Kristinn Schram, dósent í þjóðfræði við Háskóla Íslands, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Vísitasíur og vegalaust bjarnfólk. Þar mun hann fjalla um birtingarmyndir hvítabjarna í efnismenningu og frásögnum á Íslandi.
Lesa meira
Daniele Basini.

Tólf tóna kortérið: Daniele Basini

Laugardaginn 30. október kl. 15.00-15.15 og kl. 16.00-16.15 frumflytur ítalski gítarleikarinn Daniele Basini verk sitt Lettere fyrir einleiksgítar í sal 04 í Listasafninu. Tónleikarnir eru liður í tónleikaröðinni Tólf tóna kortérið sem unnið er í samstarfi við Tónlistarskólann á Akureyri og er aðgangur ókeypis.
Lesa meira
Listsmiðja: Fuglinn sem gat ekki flogið

Listsmiðja: Fuglinn sem gat ekki flogið

Laugardaginn 30. október kl. 11-12 verður boðið upp á listsmiðju fyrir börn og fullorðna í Listasafninu á Akureyri. Smiðjan er haldin í samstarfi við Listasafn ASÍ í tengslum við útkomu bókar Gísla Pálssonar um örlög geirfuglsins, Fuglinn sem gat ekki flogið. Umsjón hefur Jonna – Jónborg Sigurðardóttir, myndlistarmaður. Enginn aðgangseyrir er að smiðjunni sem er styrkt af SSNE.
Lesa meira
Afrakstur fyrstu rafrænu smiðjunnar til sýnis

Afrakstur fyrstu rafrænu smiðjunnar til sýnis

Fyrsta rafræna smiðja Listasafnsins fór í loftið í september síðastliðnum undir yfirskriftinni Sköpun utan línulegrar dagskrár. Verkefnið felst í því að bjóða börnum og þeirra nánustu að taka þátt í listsmiðju á þeim tíma sem þeim hentar best. Smiðjan er tekin upp í Listasafninu og sýnd á netinu, þannig geta þátttakendur horft á smiðjurnar heima hjá sér og unnið verk. Afrakstur fyrri listsmiðju verkefnisins er nú til sýnis í fræðslurýmis Listasafnsins og stendur til 14. nóvember næstkomandi. Það var hönnuðurinn Sigrún Björg Aradóttir sem kenndi fjölskyldum að gera sinn eigin draumafangara.
Lesa meira
Rán Flygenring, ljósmynd Saga Sig.

Þriðjudagsfyrirlestur: Rán Flygenring

Þriðjudaginn 26. október kl. 17-17.40 heldur Rán Flygenring, teiknari, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Listin að móðga, gleðja og greina með teikningum. Þar segir hún frá ferli sínum í námi og starfi allt frá því að hún hélt fyrst á blýanti og til dagsins í dag. Við sögu kemur hirðteiknari Reykjavíkurborgar, myndlýsingar bóka, lundahótel- og búðarekstur, málun gangna, hraðráðstefnuteikning og nokkur ráð um hvernig megi ferðast endalaust og ekki eignast klósettbursta. Í lok fyrirlesturs svarar Rán spurningum sem kunna að brenna á áhorfendum.
Lesa meira
Rafræn danslistasmiðja komin í loftið

Rafræn danslistasmiðja komin í loftið

Önnur rafræna smiðja Listasafnsins undir yfirskriftinni Sköpun utan línulegrar dagskrár er nú komin í loftið og er að þessu sinni danslistasmiðja í umsjón Urðar Steinunnar Önnudóttur Sahr, dansara og danskennara. Verkefnið felst í að bjóða fjölskyldum að taka þátt í rafrænni danslistasmiðju. Í samvinnu við sína nánustu fá börn tækifæri til að skapa sitt eigið dansverk óháð stað og stund.
Lesa meira
Sigurður Mar.

Ljósmyndasmiðja með Sigurði Mar

Laugardaginn 23. október kl. 11-12 verður haldin ljósmyndasmiðja í Listasafninu fyrir alla aldurshópa. Umsjón hefur Sigurður Mar, ljósmyndari. Þátttakendur eru beðnir um að hafa símana meðferðis þar sem smiðjan byggir á myndatöku með símum. Aðgangur er ókeypis. Sérstakur styrktaraðili smiðjunnar er SSNE.
Lesa meira